Fyrsta færslan..

Ég segi bara góðan daginn og velkomin hingað..fyrir þá sem ekki þekkja mig þá heiti ég Álfheiður..


Spakmæli dagsins
There are moments in your life that make you and set the course of who you are going to be. Sometimes they're little, subtle moments. Sometimes they're big moments you never saw coming. No one asks for their life to change, but it does. It's what you do afterwards that counts. That's when you find out who you are.


Ég ákvað eiginlega að opna þessa síðu í tvennum tilgangi. Fyrst og fremst sem hálfgerða upplýsingasíðu um heilsufar pabba míns, hvernig allt gengur og hvernig líðan er og svona. Ég er eiginlega orðin dauðþreytt á að segja sömu söguna aftur og aftur og aftur og aftur, og ég veit að restin af fjölskyldunni er það líka. Í öðru lagi þarf ég einhver stað til þess að tjá mig þegar vel gengur og þegar illa gengur. Ég þarf að geta fengið útrás og það er kannski ekkert alltaf best að fá hana með einhvern nálægt sér. En fyrst þið vitið nú um hvað þessi síða snýst  þá tilvalið núna að segja aðeins frá hvernig staðan er og svona hvernig þetta byrjaði allt saman.

Pabbi minn, Sverrir Heiðar, greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein 8.júní 2007, þá nýorðinn fertugur. Við greiningu var það því miður ekki staðbundið og var það búið að dreifa sér eitthvað í eitla í kring. Fyrst var hann settur á hormónameðferð og gekk það bara vel framan af. Í kringum jólin fengum við síðan að vita að PSA-gildi blóðsins hefði farið hækkandi og nú væri tími til að setja hann í beinaskann. Þegar það var gert þá komu 5 skuggar í ljós í beinunum og var þá ákveðið að skella honum í lyfjagjöf. Talað var um 6 skipti, á þriggja vikna fresti. Hann er búinn að fara held ég alveg örugglega þrisvar í meðferðina, ef ekki fjórum sinnum, og hann stendur sig eins og hetja. Í þriðja (eða annað) skiptið sem hann fór fengum við að vita það að lyfin voru ekki að hafa þau áhrif sem þau áttu að hafa. Í dag átti hann að mæta í fjórðu (eða fimmtu) lyfjagjöfina sína og þá fengu mamma og pabbi þær upplýsingar að meinið hefði dreift sér enn meira um beinin, en sem betur fer ekki farið að hafa áhrif á önnur líffæri. Næstu skref eru síðan að reyna að finna aðrar úrlausnir til þess að halda þessu niðri, og vonandi lækna þetta bara algjörlegaBrosandi


Í síðustu viku, 6.mars nánar tiltekið, hélt ég tónleika í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, ásamt fríðu föruneyti. Til að gera langa sögu stutta þá var ég í alveg í skýjunum eftir tónleikana og er eiginlega enn. Ég ákvað sjálf að hafa þessa tónleika aðeins öðruvísi en höfðu verið haldnir í þessum sal og gerði þá að styrktartónleikum. Málefnið sem ég ákvað að styrkja var hin stórkostlega stofnun Ljósið, en Ljósið er stuðnings- og endurhæfingamiðstöð fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein/blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Ég veit að mín fjölskylda, vinir okkar og aðrir ættingjar sem eru greindir með þennan sjúkdóm hafa notið góðs af þessu frábæra starfi. En eins og ég sagði var frábær mæting og söfnunarféð, alls 138500kr, rann allt óskert í Ljósið. Mér fannst hljómsveitin æðisleg, áhorfendurnir frábærir og mín frammistaða var ágæt (hefur verið betri, hefur verið verriGlottandi). Öllum var síðan boðið uppá heimabakaðar skonsur, konfekt og drykki með því í boði Verzlunar Einars Ólafssonar og á ég þeim kærar þakkir fyrir þaðBrosandi Einarsbúð klikkar aldreiGlottandi En ég er svo innilega þakklát fyrir allt saman, fyrir allan stuðninginn sem ég fékk og fyrir alla hjálpina sem ég fékk. Það myndi ekkert hver sem er meika svona vinnu með mér, ungfrú frekjudósHlæjandiGlottandi

En já, ég held að þetta fari að verða gott í bili, lífið gengur bara sinn vanagang. Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir en það kemur dagur eftir þennan dag og auðvitað skiptast á skin og skúrir.

Mér þætti vænt um að fá að vita svona hverjir eru að lesa þetta og kíkja á þetta. Ef þið þekkið einhverja sem þekkja til fjölskyldunnar þá þætti mér vænt um að þið vísuðuð þeim á þetta blogg til þess að fá upplýsingar og update í sambandi við veikindi pabba.

Lag dagsins
Iris - Goo goo dolls

Annars bið ég að heilsa ykkur í bili, ég ætla að byrja á ritgerð í dularsálfræðiÓákveðinn

Kær kveðja
Álfheiður SHe


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

kvitt kvitt

Gulli litli, 12.3.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábær færsla og takk fyrir að bjóða mér bloggvináttu. Ég viðurkenndi að ég er frekar léleg við að kommenta en les þeim mun meira. Hlakka til í sumarfríinu að heilsa upp á alla bloggvinina, loksins. Vona að allt gangi vel með pabba þinn.

Guðríður Haraldsdóttir, 12.3.2008 kl. 22:51

3 identicon

Hæ. -Og takk fyrir síðast:-) Gaman að lesa greinina í Skessuhorni. Bið að heilsa í bæinn.

Bestu kveðjur, Elfa Margrét

Elfa Margrét Ingvadóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Aðalheiður Kristjánsdóttir

Hæ elskan Mikið er ég fegin að þetta er ekki farið að hafa áhrif á önnur líffæri, og ég vona svo sannarlega að það finnist önnur lausn sem fyrst! En annars finnst mér þetta gott framtak hjá þér og haltu svona áfram.

Hvernig gengur annars sálfræðiritgerðin?;)

Aðalheiður Kristjánsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:36

5 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Vona allt gangi vel með pabba þinn.  Stórt knús til þín og þinna.
Slaugan

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 13.3.2008 kl. 08:42

6 identicon

Hæ hæ!

Rakst á bloggið þitt og langaði til að kvitta.

Baráttukveðjur til pabba þíns og allrar  fjölskyldunnar.

Kv. 

Sigga mamma Valdísar (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:18

7 Smámynd: Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

Komdu sæl

Rakst á bloggið þitt.  Ég veit hver þú ert, af því að við mamma þín erum skólasystur og jafnaldrar, svo var ég líka að læra söng í TOSKA (hjá Sigríði) er í smá pásu reyndar núna.

 Kær kveðja til þín og fjölskyldunnar. 

Ég komst því miður ekki á tónleikana en heyrði að þeir hefðu verið frábærir.  Til hamingju með það  :)

Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, 13.3.2008 kl. 11:24

8 identicon

Sæl Álfheiður

Ég var nemandi pabba þíns í Bændaskólanum. Hann hjálpaði mér mikið þegar bróðir minn lést í bílslysi á síðustu önninni minni þar. Skilaðu baráttukveðjum til hans frá mér og fjölskyldu minni og segðu honum að kíkja á myndasíðuna mína.

Kveðjur úr fegursta dal landsins, Hörgárdalnum

Sara Hrönn og fjölskyldan á Brakanda

Sara Hrönn Viðarsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sex?
Nota HTML-ham

Bloggari

Álfheiður Sverrisdóttir
Álfheiður Sverrisdóttir
18 ára sveitasnót með ýmsar hugmyndir um lífið og tilveruna..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 16338

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband