Fannst ég þurfa að henda inn færslu..

Ákvað að henda inn helstu upplýsingum líðandi stundar um pabba og hans heilsu..

Nú er hann hættur á þriðja krabbameinslyfinu. Hann er búinn að fara tvisvar í geisla, í annað skiptið í mænugöngunum en þar var æxli sem þrýsti á taugar niður í fætur. Hann skánaði aðeins eftir það.

PSA gildið var komið upp í 470 12. nóvember og nú er verið að leita nýrra ráða. Eitt gamalt lyf væri hlutur sem hægt væri að prófa en læknirinn hans pabba hefur takmarkaða trú á því svo að litla eyjan okkar hefur ekki fleiri lausnir handa okkur. Stefnan er þar af leiðandi sett á það að leita út fyrir landsteinana og er förinni heitið til Bandaríkjanna á háskólasjúkrahúsið í Pensylvaniu. Þar er sérstök deild fyrir blöðruhálskirtilskrabbamein og eru þar ýmsar tilraunir á lyfjum. Pabbi hefur að öllum líkindum komist inn í tilraunameðferð á lyfi sem gefið er í töfluformi (það er samt kannski ekkert skrítið að hann hafi komist inn þar sem hún er algjörlega á frumstigi varðandi prófanir á sjúklingum). Pabbi þyrfti þá að fara út nokkrum sinnum í nokkra daga í einu til þess að taka þátt í rannsóknum og þess háttar en gæti annars verið heima á milli og tekið lyfið í töfluformi. Læknirinn hans hefur samt litla trú á að tryggingastofnun styrki okkur út í þessa ferð svo þetta mun vera afar kostnaðarsamt fyrir okkur. Einnig er óvíst með ávinning eins og áður sagði, en því ekki að taka sénsinn þegar við höfum engu að tapa tæknilega séð?

 

þetta er sem sagt staðan í dag...pabbi var í segulómun í dag, (2.12) fáum útúr því á morgun (3.12)..ATH nýjar upplýsingar! Pabbi er að fara í geisla í næstu viku vegna þess að í dag (3.12) kom í ljós að hann er aftur komin með æxli við mænuna og það þrýstir á taugar, þess vegna hefur hann verið máttlaus í öðru lærinu. Þetta gæti frestað utanlandsferðinni en ekki er alveg komið á hreint hvenær við förum út.

 

annars óska ég ykkur góðra stunda í bili:)

kær kveðja

Álfheiður SHe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soll-ann

Velominn aftur. Leiðinlegt að heyra um þetta hjá pabba þínum vonandi kemst hann til USA

Soll-ann, 3.12.2008 kl. 21:05

2 identicon

Sæl eksku Álfheiður mín. Þetta er greinilega búin að vera mikil barátta hjá ykkur og hún er eflaust ekki alveg búin ennþá. Ég skil vel að þið gerið allt sem þið getið til þess að leita að því sem þarf til þess að hann pabbi þinn hafi þetta af. Ég vona bara að það takist. Guð verið með ykkur öllum og ég vona að þið hafið það sem allra best í þessu öllu

Helga Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sjö?
Nota HTML-ham

Bloggari

Álfheiður Sverrisdóttir
Álfheiður Sverrisdóttir
18 ára sveitasnót með ýmsar hugmyndir um lífið og tilveruna..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 16349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband