Þó fyrr hefði verið

Spakmæli dagsins - Life isn't about finding yourself...it's about creating yourself

Jæja komiði nú heil og sæl öll sömul! Hefði nú átt að blogga fyrir langalöngu og hef oft oft hugsað um það...en aldrei gert það..það virðist vera svoldið fast við mig þessa dagana..svo segir karlinn minn allaveganaTounge

Annars er allt ágætt að frétta bara..pabbi er eins og ég sagði síðast búinn að vera í lyfjagjöf einu sinni í viku og svona. Sunnudagur og mánudagur eru alltaf verstu dagarnir eftir lyfjagjöf og karlgreyið hefur alveg fundið fyrir því. En hann er svo ótrúlega sterkur að það er alveg fáránlegt skoGrin ég er svo stolt af honum alla daga..sem og mömmu auðvitað! Má ekki gleyma henni í þessu öllu, hún er alveg ólýsanleg.

Í allri þessari baráttu hef ég bara áttað mig á því hverjir eru sannir vinir og hverjir ekki. Mér er svo sem sama þegar fólk fer að forðast mig eða e-ð svoleiðis, ég nenni ekki að eltast við einhvern sem nennir ekki að gefa sér tíma í að eltast við mig. Reyndar hef ég líka hugsað útí það að þetta fólk sem ,,forðast" mig gæti verið að því því það veit ekki hvernig það á að höndla hlutina. Hvernig það á að koma fram við mig. Ég get ekkert sagt né gert við því nema að sýna skilning. Ég vil ekki vera að gera mál úr svona litlum hlutum þegar það eru stærri hlutir í gangi í lífi mínu. En fólkið sem hefur staðið við bakið á mér í gegnum þetta allt og nánast alveg síðan ég man eftir mér eiga gífurlega mikið hrós skilið, en þar vil ég helst nefna Guðrúnu og Sigrúnu, þær hafa verið mín stoð og stytta upp á síðkasti (sem og Björgvin minn auðvitaðInLove)..

En en en..að gleðilegri tíðindumGrin Ég var að fá boð um að fara út til Svíþjóðar í viku í sumar. Það er eitthvað svona samnorrænt söngnámskeið og sönghátíð. 2-3 efnilegum söngnemendum er boðið út frá hverjum skóla (einn skóli í hverju landi skilst mér..) og tónlistarskólinn bauð mérBlushGrin Sjúklega spennandi! Ég kem til með að fá allt frítt nema flugið ef ég ákveð að fara. Reyndar er ég svona á báðum áttum þar sem ég er að fara til Tyrklands með familíunni í sumar í tvær vikur, þarf eiginlega að vinna e-ð að ráði í sumar...

og já talandi um vinnu í sumar...ég man ekki hvort ég sé búin að segja frá því en ég er búin að fá vinnu á leikskólanum á Hvanneyri í sumarTounge Ég hlakka mikið til þess að vera að prakkarast eitthvað með krökkunum og svonaGrin Svo er ungmennafélagið líka búið að biðja mig um að taka ALLA knattspyrnuþjálfunina í sumar, sem er náttúrulega hrein geðbilun, þannig að ég ætla bara að halda mig við tvo yngstu flokkana eins og í fyrraSmile

Svo ég haldi áfram með framtíðina...á morgun er ég að fara norður til Akureyrar með Björgvin og bróður hans Bessa. Við Björgvin ætlum að vera í Steðja, bústaðnum sem langamma á, í Hörgárdal um helgina og hafa það kósíSmile Síðan eftir tvær vikur erum við að fara aftur í bústað en þá í Bláskógabyggð yfir eina helgi. Það verður án efa kósí líkaGrin

Og eitt enn í sambandi við framtíðina. Ég er bara búin að ákveða hvað ég ætla að reyna við fyrst í háskólanum eftir Fjölbraut. Já góðir hálsar, stefnan er sett á inntökuprófið í læknisfræði Vor09. Sko ekkert minna! Þá er sko eins gott að sumir taki sig á og fari að læra einhverja námstækni..hehWink

En jæja, látum þetta duga í biliSmile Ég fer að verða duglegri við þetta. Nú eru bara próf bráðum og svona og maður fer að verða enn uppteknari en ég er nú þegar (má tæplega við því)...

Nú bið ég ykkur vel að lifa og guð blessi ykkur

Þangað til næst..

Álfheiður SHe

 

P.S. Pabbi var tekinn í viðtal í 24stundum um daginn..man ekki alveg hvaða dag það var en þið verðið bara að leita ef þið viljið sjá þaðWink Einnig er heilt opnuviðtal við hann í Póstinum í þessari viku, endilega kíkið á það líka ef þið hafið tíma og áhuga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soll-ann

Viðatalið við pabba þinn í 24 strundum var bara flott. Biða að heilsa honum

Soll-ann, 11.4.2008 kl. 17:12

2 identicon

Viðtalið við pabba þinn í 24stundum var fínt en það sem var í Póstinum enn betra. Það er ekkert annað hægt en að skellihlæja af setningunni um ostakökubökunina við ljúfa tóna frá James Blunt...

Jóna Þórunn (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Aðalheiður Kristjánsdóttir

Hæhæ

Þú ert ennþá föst við læknisfræðina Ég man ekki betur en að við höfum ætlað að stofna sjúkrahús saman En lýst sjúklega vel á þetta....man ekki eftir að þú hafit ætlað að verða annað en læknir síðan þú varst pínu lítil En þú mátt vera stolt af allri fjölskyldunni þinni og þér sjálfri! Þið eruð með þeim sterkari sem ég veit um....og ég tala nú ekki um mömmu þína! Þetta hlýtur að taka rosalega á! En þetta sýnir bara styrkinn og samhelnina sem alltaf hefur verið í þessari fjölskyldu!

En sjáumst á morgun

Aðalheiður Kristjánsdóttir, 14.4.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Soll-ann

Hæ var að lesa Bændablaðið pabbi þinn er bara í öllu blöðum. Gott viðtal kallinn er flottastur

Soll-ann, 15.4.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Álfheiður Sverrisdóttir
Álfheiður Sverrisdóttir
18 ára sveitasnót með ýmsar hugmyndir um lífið og tilveruna..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband