11.1.2009 | 13:39
svipuð staða
Pabbi er enn svipaður. Nú er hann kominn með morfíndælu og það er búið að taka saltvatnið sem hann var með í æð. Við erum eiginlega alveg hætt að ná sambandi við hann nema svona eitt og eitt orð sem við fáum en hann er bara svo ótrúlega duglegur kallinn, alveg ótrúlegur. Mamma er bara fyrir sunnan hjá honum og við vorum í gær líka. Við skruppum út að borða og á meðan hrakaði honum mikið og hjúkkurnar hringdu í mömmu sem fór strax á staðinn. Líklegast er það vegna þess að hann var nýbúinn að fá morfíndæluna og þá slaknar auðvitað á öllu. Hann átti erfiða nótt í nótt, var mjög kvalinn og svona og fékk bara auka verkjalyf en þegar ég heyrði í mömmu í morgun þá svaf hann bara vært.
Ég reyni að leyfa ykkur að fylgjast með eins og ég get, ég vil líka þakka fyrir allar kveðjurnar og fallegu hugsanirnar ykkar, við finnum öll fyrir þeim.
Kær kveðja
Álfheiður SHe
Tenglar
myspace
- Sigrún Sjöfn ég á 3 bestu vinkonur...þessi er ein þeirra:)
- Guðrún Ósk ég á 3 bestu vinkonur...þessi er ein af þeim:)
- Björg ég á 3 bestu vinkonur..þessi er ein þeirra:)
- myspace síðan mín
Hetjur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku fjölskylda, ég óska ykkur alls hins besta og hugsa til ykkar á hverjum degi og í raun oft á dag. Takk kærlega fyrir að leyfa okkur að fylgjast með hérna um bloggið hjá þér, Álfheiður. Þú ert engill :)
Skila innilegri baráttukveðju til allra frá okkur Kjartani Ottó
Bestu kveðjur
Anna Lóa
Anna Lóa (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 14:02
Elsku Álfheiður mín.
Ég sendi þér allar baráttukveðjur sem ég get og er oft búin að biðja Guð um að vera hjá ykkur.
Ég dáist að því hvað þú ert dugleg
Baráttukveðjur Steinunn Eik
Steinunn Eik Egilsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 14:17
Elsku Álfheiður og fjölskylda, hugsa oft á dag til ykkar. Vona og veit að það hjálpar að aðrir hugsi vel til manns og geri sem mest af því.
Sendi ykkur öllum stórt baráttu KNÚS og óskir um allt hið besta.
Takk fyrir að leifa okkur að fylgjast með á blogginu.
Kv. Vigdís
Vigdís Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 14:20
Þið eruð algjörar hetjur, hugsa til ykkar mörgum sinnum á dag :*
Baráttukveðjur frá mér og minni fjölskyldu..
Kveðja AndreaRós
AndreaRós (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 14:55
Bestu kveðjur og hlýjar hugsanir til ykkar alra!
kv Sigga Sk
Sigga Skúla (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:03
Elsku fjölskylda. Sendi ykkur öllum hlýjar hugsanir og baráttukveðjur. Þakka þér Álfheiður fyrir að leyfa okkur að fylgjast með líðan Pabba þíns á blogginu. Hann er einn sá ótrúlegasti maður sem ég hef fengið að kynnast.
Bestu kveðjur, Ragnhildur (fyrrum búfræðinemi)
Ragnhildur Anna (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:18
Elsku fjölskylda, hugur okkar allra hér í Miðtúni er hjá ykkur. Megi guð vera með ykkur og gefa ykkur styrk.
Bestu kveðjur Íris og fjölskylda
Íris B. Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:32
Elsku fjölskylda...
Hugur minn er hjá ykkur. Sendi ykkur öllum baráttukveðjur og hlýjar hugsanir..
Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með.
Með Kveðju Birgitta Dröfn
Birgitta Dröfn Þrastardóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 21:29
Elsku Álfheiður og fjölskylda
Hugur minn er hjá ykkur.
Kveðja Selma Sigurðardóttir
Selma Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 00:44
Sæl Álfheiður
Vildi gjarnan senda þér og þinni fjölskyldu baráttukveðjur og hlýjar hugsanir. Hugur minn er með pabba þínum í þessari baráttu, sem ég veit að hann háir eins og honum er einum lagið með æðruleysi og hugprýði.
Kveðja
Reynir Jóhannsson
(Æskufélagi úr Hafnarfirði)
Reynir Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.