Nánari fréttir

Æ mikið var gærdagurinn mér erfiður, en mikið er ég heppin að eiga svona gott fólk að. Ég hef aldrei verið sú týpa sem opnar sig í sambandi við svona. Eins og staðan er í dag er ég límið heima, ég er húsgrunnurinn sem heldur fjölskyldunni saman. Ég er þessi sterka fyrir alla. Og ég kann vel við það hlutverk, ég tek bara út mína sorg og mína erfiðu tíma í einrúmi, þrátt fyrir skammir frá sumum og þrýsting á það að ég verði að tala um þetta. En ég er bara svona, ég get talað um þetta án þess að brotna saman. Ég hef fengið þetta hlutverk í þessari baráttu og ég ætla að skila því frá mér með sóma.

En já, í gær fékk ég e-mail frá pabba, e-mail sem hann sendi bara á póstlistann sinn með nýjum upplýsingum í sambandi við þetta. Reyndar vissi ég allt sem stóð þarna en ég vissi ekki öll smáatriðin og ætlaði aðeins að fara útí þau hér. Ég s.s. bý á Akranesi og er þar í skóla og þar af leiðandi er ég ekki eins mikið heima og ég vildi að ég væri. Þannig að það er ekkert nema gott að fá svona e-mail.

Ég ætla nú ekki að fara að skrifa allan pistilinn sem pabbi skrifaði en hann talar um að baráttan gangi ekki nógu vel. Meinið er að dreifa sér að vild um rifbeinin og er hann að finna fyrir nýjum verkjum hér og þar. Einhverjar upptökur (þó ekki mein ennþá) fundust líka í mjaðmagrindinni og í lærleggjum. Pabbi tekur bara verkjatöflur því auðvitað eru verkirnir sárir og þreytandi.

Öll efnin í blóðinu eru góð og ónæmiskerfið er sterkt. PSA gildið eru reyndar ekki komin í hús en það hefur líklegast hækkað miðað við framvindu sjúkdómsins. Eitlarnir í kringum kirtilinn hafa haldist litlir og er það Zoladex hormónasprautunni að þakka. Krabbameinið er s.s. bundið við beinin og blöðruhálskirtilinn og hefur sem betur fer ekki náð að fara lengra.

Pabbi s.s. verður ennþá á þessu Taxotere lyfi og það á víst að vera það besta þó það sé ekkert að gera fyrir hann. Hann fer núna einu sinni í viku í 3 skipti og síðan taka við rannsóknir og svoleiðis á ný. Þannig að við bíðum bara eftir 9.apríl, þá verður viðtal aftur eftir þessu 3 skipti.

Það sem ég alveg elska við þennan pistil hans pabba að hvað hann á auðvelt með að vera hress og bjarstýnn þrátt fyrir allt sem er í gangi. T.d. sagði hann að hann tæki alltaf 2 steratöflurnar á morgnanna og væri það ástæðan fyrir því hvað hann er orðinn ofsalega massaðurJoyful

Pabbi er staðráðinn í að sigrast á þessu helvíti, sem og við öll, og þó svo að þetta sé mikið bakslag þýðir ekkert að hengja haus. Við erum öll jákvæð og baráttuglöð og við finnum svo mikið fyrir stuðningi ykkar allra, trúið því!Heart

Allavegana ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili. Guð veri með ykkur öllumSmile

Kær kveðja

Álfheiður SHe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ elsku álfheiður okkar. Við vildum bara senda smá kveðju til þín. Takk kærlega fyrir yndislega tónleika um daginn ! þú ert hetja og þið öll. Guð veri með ykkur. Bestu kveðjur úr vesturbænum !

Auður og Hekla frænkur (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:47

2 Smámynd: Guðrún María Björnsdóttir

Úff, þú getur ekki ímyndað þér hvað er erfitt að lesa þetta.. þekki krabbamein og hvað það er erfiður sjúkdómur því hann er alltof algengur í ættinni minni... reyndar vissi ég það ekki fyrr en amma dó úr krabba:S En ég vona að þetta gangi sem best hjá ykkur, og þú getur alltaf hringt eða þá að við ættum bara að hittast eins og um daginn..:D alltaf gaman að hittast og spjalla smá;)

Sjáumst eða heyrumst;)

Guðrún María Björnsdóttir, 14.3.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Aðalheiður Kristjánsdóttir

Hæ elskan! Mikið er gott að fá svona fréttir. Ég tek þetta allt saman rosalega nærri mér, enda hef ég lengi talið mig "hluta" af þessari fjölskyldur, ef þú skilur hvað ég mina:) En ég er rosalega stolt af þér og ykkur öllum fyrir það að tala um þetta og fá þannig alla með ykkur til að berjast gegn þessu. Ég veit að pabbi þinn er sterkur og ef ég þekki hann rétt þá ÆTLAR hann sér að rústa þessu.

En vonandi hitti ég þig nú áður en ég fer til Spánar.

Aðalheiður Kristjánsdóttir, 15.3.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Soll-ann

Sæl Álfheiður og takk fyrir stórkostlegt kvöld. Mikið er leiðinlegt að heyra um hann pabba þinn en ég trúi því að hann standi upp sem sigurvegari í lokinn. Kúsaðu kallinn frá mér næst þegar að þú sérð hann.

Hlakka til að heyra þig syngja aftur, ætla sko að fylgjast með þér í framtíðinni.

Ljósakveðjur

Solla Ljósálfur.

Soll-ann, 15.3.2008 kl. 13:54

5 identicon

Sæl Álfheiður mín, takk fyrir að segja mér frá blogginu þínu.  Ég óska ykkur öllum alls hins besta í þessari baráttu ykkar, hann pabbi þinn er algjör gullmoli og hann mun standa af sér þetta stórviðri en allt tekur sinn tíma.  Gangi þér vel elsku stelpan mín, kærar kveðjur til ykkar allra.

Sigurveig

Sigurveig Runólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:45

6 identicon

Sæl Álfheiður mín!

Gott að vita af þessari síðu til að geta fylgst með, sem ég mun alveg bókað gera.  Þú ert ótrúlega sterk manneskja og ég veit að þú kemst alveg í gegnum þessa baráttu með fjölskylduna þína. Ég myndi treysta þér fyrir lífi mínu ;)

Ég bið að heilsa allri fjölskyldunni þinni og sendi mínar mestu baráttukveðjur :)

-andrea*

andrea rós (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Álfheiður Sverrisdóttir
Álfheiður Sverrisdóttir
18 ára sveitasnót með ýmsar hugmyndir um lífið og tilveruna..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband