31.7.2008 | 23:03
Langt síðan síðast
Jæja heil og sæl, og afsakið þessa 3 mánuði sem ég hef ekki skrifað hér..
Margt hefur drifið á daga mína síðan ég skrifaði hérna síðast. Ég fór með fjölskyldunni til Tyrklands, í útilegu eina helgi og svo ýmislegt fleira.
Svo er ég búin að vera að vinna á leikskólanum á Hvanneyri í sumar, svo að þjálfa knattspyrnu á Hvanneyri og svo í sumarskóla við FÁ þar sem ég er að taka LOL103 og LÍF103.
Annars kom ég nú ekki hérna inná bara til þess að tilkynna ykkur það sem ég hef gert í sumar, ég kom hérna aðeins til þess að skrifa stöðuna á veikindum pabba.
Þar sem það er svo langt síðan ég skrifaði síðast hefur margt gerst. Lyfið sem pabbi var á, Taxotere, hætti að virka fyrir ca. 6 vikum og fékk hann þá annað lyf sem ég man ekki alveg hvað heitir (byrjar á V..minnir mig), einu sinni í viku í fjórar vikur. Á mánudaginn síðasta fór hann svo í alls konar rannsóknir og skönn og fékk svo útúr þeim á miðvikudaginn síðasta, s.s. í gær.
Staðan var þá sú að PSA gildið er komið upp í 325 og krabbameinið er búið að dreifa sér ennþá meira um beinin. Einnig fannst æxli við mænuna hjá honum sem er að þrengja að einhverjum taugum sem liggja niður í fætur og þess vegna hefur hann verið svona skrítinn í fótunum, einhver doði og ýmislegt svoleiðis sem læknirinn og hjúkkurnar héldu að væri útaf mikilli steranotkun. En svo er víst ekki. Á morgun, föstudag, ræðst það svo hvort hann fer í uppskurð eða 10-15 skipti í geisla til þess að fjarlægja þetta æxli, en það hefði helst þurft að fjarlægja það í síðustu viku, ef þið skiljið hvað ég á við..það þarf að gerast strax.
Þannig að þetta er það nýjasta. Hann fékk e-ð nýtt lyf núna, eitthvað blátt á litinn sem ég veit nákvæmlega ekkert um og ég veit heldur ekki hversu oft hann á að fá það eða hvað. Eina sem ég veit um það lyf er að það er mjög líklegt að allt hárið fjúki núna.
Svo nú erum við bara í þeim aðstæðum að við þurfum að bíða og sjá. Bíða eftir upplýsingum. Ég þoli ekki þessa bið.
Svo veit ég ekki hvort að einhver af ykkur sem lesið hafið heyrt af þessu nýja lyfi sem er verið að prófa í Bretlandi? þetta var svoldið í fréttunum fyrir stuttu. Allavegana hefur þetta nýja lyf kveikt von í pabba og hann er að vinna í því ásamt fleirum að koma sér í þennan tilraunahóp. Það væri náttúrulega frábært því hann ætlar svo sannarlega ekki að gefast upp þó að fátt hér á Klakanum gri gagn.
Jæja, þetta eru allar fréttirnar í bili. Ég fer að taka mig á.
Álfheiður SHe
Tenglar
myspace
- Sigrún Sjöfn ég á 3 bestu vinkonur...þessi er ein þeirra:)
- Guðrún Ósk ég á 3 bestu vinkonur...þessi er ein af þeim:)
- Björg ég á 3 bestu vinkonur..þessi er ein þeirra:)
- myspace síðan mín
Hetjur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá þig.
Sár hvað pabba þín gengur ílla en ég virkilega trúi því að þetta gangi í restina bið að heilsa gömlu hjúunum og aldrei að vita nema að maður kíkji á Hvanneyri bráðum.
Soll-ann, 1.8.2008 kl. 15:53
sæl, ég vona svo sannarlega að hann komist í þennann hóp og það heppnist alt einsog í góðri sögu:)
Bjarki Dude!! (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 20:58
Gaman að heyra í þér gamla :)
Vona svo innilega að pabbi þinn komist í þennan hóp! Hann á það svo sannarlega skilið svona miðað við allt sem hefur gerst !
En við þurfum að fara að heyrast meira, þetta er alveg ómögulegt ;)
En með ástarkveðjum,
Grétar Bragi ;*
Grétar Bragi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.