ný tíðindi!!

pabbi fór á bráðamóttöku landsspítalans á föstudaginn þar sem það var blóð í þvaginu hans..hann er búinn að vera á spítalanum síðan þá en var fluttur á þvagfæraskurðdeildina í dag. Hann var með smá hita í morgun og mjög kvalinn en hann skánaði þegar leið á daginn og einnig minnkaði blóðmagnið í þvaginu. Hann á að fara í segulómun á morgun, sem og fyrsta geislaskammtinn að mér skilst. Læknarnir telja að það sé líklegast að þetta sé blæðing beint frá blöðruhálskirtlinum en meira er ekki vitað fyrr en á morgun, svo pabbi gistir sína þriðju nótt á landsspítalanum í nótt.

það var ekki fleira í bili, kem með nánari fréttir þegar ég heyri e-ð..

kveðja

Álfheiður SHe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Álfheiður!

Ég er ein af mörgum fyrrverandi nemendum pabba þíns og langar að biðja þig að skila kveðju til hans frá mér. Ég hef aldrei verið með betri kennara, þvílíkur eldmóður og áhugi!

Þú mátt segja honum (hann kannski les þetta?) að mér sé oft hugsað til hans þessa dagana, ég er nefnilega farin að vinna með skólanum á rannsóknarstofu Tine, smakka tankmjólk og fleira skemmtilegt.

Ég vona að þið finnið baráttukraft í jólaandanum og megi Guð og gæfan fylgja ykkur á komandi ári.

Kær kveðja frá Noregi,

Sigga Gísla (bændadeild 2004)

Sigríður Gísladóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:14

2 identicon

Hæ Álfheiður.
Ætlaði bara að láta þig vita að ég les bloggið þitt. Þú ert góður penni, mjög áhugavert að lesa. Skil mjög vel það sem þú ert að ganga í gegn um núna. Pabbi minn fékk heilablóðfall fyrir nokkrum árum og ég man mjög vel hvernig þetta var og er þó þetta sé ekki alveg nákvæmlega eins en mjög svipað heyrist mér. Vona að þetta fari allt eins vel og það mögulega getur og að þú eigir góð jól :)

Una Harðard. (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Álfheiður Sverrisdóttir
Álfheiður Sverrisdóttir
18 ára sveitasnót með ýmsar hugmyndir um lífið og tilveruna..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband